Fréttir

Öruggur sigur hjá mfl.kvenna gegn Laugdælum

Körfubolti | 25.02.2013
Góður sigur hjá KFÍ
Góður sigur hjá KFÍ

Stelpurnar okkar tóku á móti Laugdælum í 1.deild kvenna á laugardag og fóru með öruggan sigur af hólmi. Lokatölur 71-33. Það var aldrei vafi á hvernig þessi leikur myndi fara og voru okkar stelpur á tánum allan leikinn. Allar fengu þær að spila og voru að leika sem ein heild. Eva Margrét fór fyrir stelpunum en allar skiluðu þær þessum í hús.

 

Stig KFÍ.

Eva 29 stig, 14 fráköst og 3 varin.

Anna Fía 11 stig, 7 fráköst.

Brittany 11 stig, 10 fráköst, 5 stoðir og 11 stolnir.

Rósa 8 stig, 8 fráköst og 3 stolnir.

Vera 7 stig, 6 fráköst.

Linda 5 stig, 1 frákast, 1 stolinn.

Lilja 3 fráköst, 1 stolinn.

Málfríður 1 stoðsending og 3 stolnir.

 

Tölfræði leiksins

Deila