Fréttir

Ósigur gegn sterku liði Keflavíkurstúlkna

Körfubolti | 05.02.2012
Þung sókn Keflavíkur
Þung sókn Keflavíkur
1 af 3

Síðasti leikur KFÍ stúlkna á þessu fjölliðamóti var gegn sterku liði Keflavíkur, sem eru í algjörum sérflokki að þessu sinni og höfðu sigrað með yfirburðum í leikjum sínum hingað til.  Leikurinn var erfiður og vorum við yfirspilaðar frá upphafi.  Keflavík spilaði pressuvörn og gáfu ekki þumlung eftir.  Staðan í hálfleik var 43:11 og leikurinn þróaðist nákvæmlega eins í seinni hálfleik.  Að lokum sigraði Keflavík örugglega með 86 stigum gegn 22 stigum Ísfirðinga.  Það er erfitt að keppa gegn jafn sterku liði og Keflavík er.

 

Stelpurnar fá þó hrós fyrir góða baráttu og að mótslokum er það ljóst að þær hafa tekið framförum frá því síðast þegar þær voru í A-riðli í október á síðasta ári.  Það kom niður á okkur hversu fáliðaðar við erum og hefði verið gott að hafa einn til tvo leikmenn til viðbótar til þess að dreifa álaginu betur. Reynslan af þessu móti verður dýrmæt og nýtt til þess að taka næstu framfaraskref.  

 

Einhverjar ætla nú að fara og láta líða úr sér í heilsulindinni, Bláa Lóninu og svo munu stelpurnar fylgjast með stórleik kvöldins þegar meistaraflokkur karla mætir liði Keflavíkur í undanúrslitum Poweradebikarsins.  Við vonum að þeir muni hefna fyrir tapið í dag.  

 

Áfram KFÍ!

Deila