Vegna anna og veikinda ritara síðunar þá hafa fréttir riðlast til en hér kemur pakki.
KFÍ ákvað að bæta í undir körfuna og fengum við breta að nafni Samuel Toluwase til að koma og klára með okkur ´timabilið. Momcilo er enn í leyfi vegna veikinda í fjölskyldunni og ekki alveg séð fyrir hvenær hann kemur aftur og þótti okkur því ekki annað hægt en að fá frákastara til að létta undir með Ty og Jóni Hrafn.
Sam kom einmitt kl.17.00 á föstudaginn var og tók þátt í leiknum gegn KR.
Það er óhætt að segja að öll jólasteikin, gjafapakkningar og annað hafi verið okkur til trafala í byrjun leiks þar, en einnig má geta þess að allt æfingaplan KFÍ fór í snjóinn (vaskinn) vegna óveðurs og voru menn hér heima lokaðir inni í nokkra daga. Það er smá afsökun en gefur mönnum þó ekki leyfi að berjast ekki og hreyfa á sér lappirnar. Það er skemmst frá því að segja að KR tók okkur létt og gerðum við þeim það auðvelt fyrir í fyrri hálfleik með engum varnarleik og döprum sóknarleik.
Seinni hálfleikur var mun skárri og jafnaðist leikurinn þá, en KR tók þennan leik þó létt og verðskuldað. Lokatölur 104-87.
Damier var frábær að venju og endaði með 35 stig, 8 stoðsendingar og náði í 11 villur.
Ty er að vakna til lífs og sýndi fína takta. Hann endaði með 22 stig og 10 fráköst.
Mirko hefur átt betri daga undir körfunni, en var með fína baráttu og setti 10 stig og tók 13 fráköst.
Sam kom beint úr vélinni fékk sér smá vatn og spilaði 14 mínútur og þá þeim tíma setti hann 8 stig og tók 7 fráköst. Hann er með svakalegan sprengikraft og á eftir að rífa þau nokkur niður í vetur.
Hlynur og Leó stóðu fyrir sínu og voru með 4 stig.
Stefán Diego er kominn aftur og mega margir líta til hans þegar talað er um baráttu. Hann hendir sér á alla lausa bolta sama hvort þeir eru staddir á merktum leikvelli eður ei og er gaman að fá hann aftur og setti hann 2 stig úr sóknarfrákasti yfir alla stóru strákana og svo var hann með 2 stoðsendingar.
Jón Hrafn var með 2 stig en hafði hægt um sig og Kristján Pétur komst ekki í gang og munar um minna hjá okkur. En það gerist ekki oftar þar á bænum. Við vitum alveg hvað býr í Jóni Hrafni og Kristjáni Pétri og reyndar í þessu liði okkar og nú er að bíta í skildi og safna bóndum að nafni Björn.
Í restina má alveg koma að útsendingum KR-TV. Þeir herrar ættu að einbeita sér meira að því að segja frá leiknum og hans tilgang í stað þess að vera með dónaleg ummæli og annað sem á ekkert skylt við okkar frábæru íþrótt
Áfram KFÍ
Deila