Meistaraflokkur kvenna hóf leik á Íslandsmótin í 1. deild á Sauðárkróki í dag. Sögulegur leikur því þetta fyrsti meitaraflokksleikur Vestra í kvennaflokki í körfubolta. Leiknum lauk með tapi okkar stúlkna 74-54.
Þrátt fyrir tapið var margt mjög jákvætt í framistöðu liðsins sem hægt er að byggja á. Ekki síst ef litið er til þess að liðið hefur aðeins náð þremur æfingum með Olivu Crawford auk þess sem Pétur Már Sigurðsson, þjálfari lenti í úrvinnslusóttkví rétt fyrir leik og varð því að sitja heima.
Vestrastelpur komu mjög ákveðnar til leiks og leiddu eftir fyrsta fjórðung 14-16. Í hálfleik var staðan svo 39-26 en slæmir kaflar í öðrum og þriðja leikhluta gerði í raun út um leikinn. Stelpurnar kou svo til baka í loka leikhlutanum og unnu hann 17-18.
Það er svo sannarlega hægt að byggja ofan á þessa framistöðu liðsins. Allir leikmenn lögðu sitt af mörkum og komust allir leikmenn Vestra á blað í þessum fyrsta leik meistaraflokks Vestra.
Liðin mætast strax aftur á morgun í hádeginu og er sýnt beint frá leiknum á Tindastóll TV (gegn gjaldi).
Tölfræði leiksins má nálgast hér.
Stigaskor Vestra:
Olivia Crawford: 16 stig, 13 fráköst, 3 stoðsendingar, 5 stolnir
Sara Emily Newman: 9 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar, 4 stolnir
Katla María Sæmundsdóttir: 8 stig, 3 fráköst
Ivana Yordanova: 8 stig
Gréta Hjaltadóttir: 5 stig
Snæfríður Árnadóttir: 4 stig
Hera Kristjánsdóttir: 2 stig, 3 fráköst
Dagbjört Jóhannsdóttir: 1 stig, 3 fráköst
Stefanía Silfá Sigurðardóttir: 1 stig
Deila