Meistaraflokkur kvenna spilaði fyrri leik sinn gegn Stjörnunni í kvöld og náðu flottum sigri þar sem vörnin tók þetta eins og svo oft í vetur. Lokatölur 69-53.
Jafnt var með liðunum í byrjun, en gestir okkar voru þó með örlítið forskot þar sem við vorum ekki alveg að vanda sendingar og ekki nógu fljótar til baka í vörn og Stjörnustelpurnar voru með forskot á okkur eftir fyrsta leikhlutann, 16-19. Í öðrum leikhluta jafnaðist leikurinn og var jafnt á með liðunum og þegar haldið var til tedrykkju var staðan 32-34.
Pétur tók rándýra látúnsbarkaræðu á stelpurnar í pásunni og var allt annað að sjá til þeirra og tóku þær þriðja leikhlutann 14-9 og staðan 46-43 fyrir síðasta leikhlutann.
Í síðasta leikhlutanum reimdu stelpurnar á sig skóna og tóku leikinn í sínar hendur og litu aldei í baksýnisspegilinn og lönduðu öruggum sigri. Lokatölur eins og a´pur var greint frá 69-53.
Vörnin og fráköstin eru oft orsök og afleiðing góðra sigra og svo var í kvöld. Liðsheildin var til mikils sóma og erum við hreyknar af stúlkunum okkar.
Seinni leikurinn gegn Stjörnunni er á morgun kl. 14.00 og hvetjum við alla að koma og hvetja þær til dáða. Þeir sem ekki komast get horft á hann í beinni HÉR
Hér er tölfræðin
Ath að leikmaður #9 er Kristín Úlfarsdóttir og #4 er Málfríður Helgadóttir. Sólveig Páls og Stefanía Ásmunds voru ekki með.
Deila