Meistaraflokkur karla tekur á móti Fjölni í 1. deildinni, föstudaginn 19. mars, kl. 19:15. Takmarkaður fjöldi áhorfenda er leyfður vegna sóttvarnarráðstafana. Aðeins 36 miðar eru í boði fyrir fullorðna, ókeypis er fyrir born í fylgd með fullorðnum sem fædd eru 2005 og síðar.
Miðasala er eingöngu rafræn í gegnum smáforritið Stubb. Athugið að enn er hægt að kaupa ársmiða í Stubbi á aðeins 10.000 kr. Ársmiðinn gildir á alla leiki meistaraflokks karla og kvenna í deildarkeppninni.
Leikurinn verður einnig sýndur í beinni útsendingu hjá Viðburðastofu Vestfjarða. Hægt er að kaupa styrktarmiða í Stubbi.
Gestir eru beðnir um að virða gildandi sóttvarnarreglur:
Hægt er að nálgast Stubb fyrir bæði Android síma og I-phone:
Deila