Fréttir

Strákarnir úr 8.flokk stóðu sig vel.

Körfubolti | 20.04.2013
Flottir strákar
Flottir strákar

Núna er nýlokið fjölliðamóti með KFÍ, Ármann, Hrunamönnum og Breiðablik. Strákarnir okkar töpuðu gegn Breiðablik og Ármann, en sigruðu í leiknum gegn Hrunamönnum. Þetta var mikil reynsla fyrir strákana sem margir voru að fá reynsluna á stóra sviðinu þar sem  margir þeirra eru í minniboltanum og voru þar af leiðandi að spila mikið upp fyrir sig. En þeir létu það ekki á sig fá og enduðu tímabilið með miklum ágætum.

 

Ármann sigraði örugglega alla leikina. Breiðabik, Hrunamenn og KFÍ sigruðu öll einn leik en töpuðu tveim.

 

Við þökkum Hrunamönnum. Breiðablik og Ármann fyrir komuna og óskum þeim góðrar heimferðar.

 

Áfram KFÍ

Deila