Fréttir

Vestri mætir Tindastóli í fyrstu deild kvenna

Körfubolti | 30.04.2021

Meistaraflokkur kvenna tekur á móti Tindastól í 1. deild, laugardaginn 1. maí, kl. 15:00. Takmarkaður fjöldi áhorfenda er leyfður vegna sóttvarnarráðstafana. Miðasala á Stubbi fyrir fullorðna og ókeypis fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem fædd eru 2005 og síðar.

Miðasala er eingöngu rafræn í gegnum smáforritið Stubb. Hægt er að nálgast Stubb fyrir bæði Android síma og I-phone:

Stubbur fyrir Android

Stubbur fyrir I-phone

Leikurinn verður einnig sýndur í beinni útsendingu hjá Viðburðastofu Vestfjarða. Hægt er að kaupa styrktarmiða í Stubbi.

Gestir eru beðnir um að virða gildandi sóttvarnarreglur:

- Grímuskylda er á leiknum
- 2 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra aðila
- Gestir skulu ekki fara úr sætum sínum að óþörfu á meðan á leik stendur og í hálfleik
- Óheimilt er með öllu að fara inn á keppnissvæði

Deila