Fréttir

Vestri semur við Dimitris Zacharias

Körfubolti | 16.07.2021
Dimitris Zacharias hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá Körfuknattleiksdeild Vestra.
Dimitris Zacharias hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá Körfuknattleiksdeild Vestra.
1 af 3

Gríski þjálfarinn Dimitris Zacharias og Körfuknattleiksdeild Vestra hafa komist að samkomulagi um að hann þjálfi hjá félaginu á komandi leiktíð.

Dimitras mun taka að sér hlutverk yfirþjálfara meistaraflokks kvenna og mun njóta aðstoðar Péturs Más Sigurðssonar á þeim vettvangi. Einnig mun hann sinna hlutverki aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla með Pétri Má, ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins.

Dimitras lauk B.Sc. gráðu í íþróttafræði, með áherslu á körfuboltaþjálfun frá Háskólanum í Aþenu árið 2003. Hann á að baki farsælan feril sem þjálfari á öllum stigum frá yngri flokkum upp í meistaraflokka karla og kvenna. Á þjálfaraferlinum hefur hann þjálfað í Grikklandi, á Írlandi og nú síðast í Egyptalandi. Í heimalandinu hefur hann undanfarin ár verið yfirþjálfari meistaraflokka karla og kvenna hjá Kiriarchi körfuknattleiksfélaginu í Aþenu, auk þess að stýra þjálfunarstefnu yngri flokka (Technical Director). Tímabilið 2018-2019 var hann yfirþjálfari í úrvalsdeild kvenna á Írlandi og skilaði liði sínu Waterford Wildcats í úrslitakeppni í fyrsta sinn í áratug.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra býður Dimitris hjartanlega velkominn til starfa og hlakkar til samstarfsins á komandi tímabili.

Deila