Fréttir

Yfirlýsing frá stjórn KFÍ

Körfubolti | 11.02.2013

Yfirlýsing frá stjórn KFÍ.

 

Stjórn KFÍ mun ekki kæra atvik sem var í leik okkar gegn Snæfell þann 10.febrúar,  þar sem leikmaður Snæfells setur fót í höfuð leikmanns KFÍ,  þar sem hann lá í gólfinu.   Við fordæmum slíkt athæfi,  þetta á ekkert skilt við okkar fallegu íþrótt, en ýmislegt kemur fyrir í hita leiksins og treystum við þjálfara Snæfells til þess að tala við leikmanninn um þetta atvik.  Við munum ekkert frekar aðhafast í málinu og óskum Snæfellingum góðs gengis í vetur.

 

Sævar Óskarsson

Formaður KFÍ

Deila