Fréttir

ÍRB mót, óveður að tefja heimferð.

Sund | 13.05.2012 Eins og fólk hefur orðið vart við þá er frekar vont veður að ganga yfir landið þannig að ákveðið er að hópurinn gistir eina nótt í viðbót í Keflavík. Farið verður úr Keflavík í fyrramálið klukkan 07 og stefnan tekin heim á leið, en með viðkomu á Hótel Brú þar sem liðið fær sér morgunverð að hætti hússins.

Að sögn fararstjóra þá hefur allt gengið að óskum, liðið hefur bætt sig og allir að bæta tímana sína. Allir verið til fyrirmyndar eins og við var að búast hjá krökkunum. Deila