Handbækur

Hér koma smá upplýsingar sem gott er fyrir farastjóra að hafa þegar þeir fara í ferðir.

  • Í öllum ferðum er algjört nammibann.
  • Sundmenn fara eftir tilmælum farastjóra í öllu.
  • Allir eiga að vera í Vestrabúning (ef til er).

Tékklisti fyrir farastjóra:

  • Sjúkrakassi
  • Ýmis búnaður fyrir bakkamat t.d. plastkassar, ostaskerar, bretti og fl.
  • Samlokugrill.
  • Flísslár (ef um útimót er að ræða)

Ef um mót er að ræða þar sem matur er í boði þá þarf farastjórar aðeins að hugsa um það að þau hafi eitthvað að borða á bakkanum yfir daginn, þar er verið að tala um ávexti og græmneti yfirleitt er reynt að hafa samlokur, á flestum stöðum er hægt að fá að grilla þær eða fá að stinga okkar grilli í samband)

Ef um mót er að ræða þar sem ekki er boðið upp á mat þarf farastjórinn einnig að sjá um mat fyrir krakkana í hádeginu og á kvöldin, ásamt morgunmati. 

Tillaga að matseðli:

Morgunmatur

  • Cerios
  • Súrmjólk
  • Ávextir
  • Brauð
  • Hafragrautur

Hádegismatur         

  • Brauð og svoleiðis

Kvöldmatur

  • Hakk og spaghetti
  • Pasta

Farastjórar sjá til þess að börnin séu tilbúin þegar þau eiga að synda, fylgjast með að þau fari tímanlega að rásherbergi og að þau séu með allan búnað sem til þarf (sundhettur og sundgleraugu)

Á milli hluta í keppnum sem standa í nokkra daga er gott að láta krakkana hvíla, mjög gott er ef þau fást til að leggja sig á milli mótshluta ef hægt er.

Það þarf að sjá til þess að þau séu komin í rúmið snemma, sérstaklega þau sem eiga að mæta snemma næsta dag og sjá til þess að þau sem ekki eiga að mæta snemma trufli ekki hin.

Farstjórar sjá um að raða niður í herbergin og reyna að raða eftir þessu ef um fleiri en eitt herbergi er að ræða

Það er gömul hefð hjá Vestra að gefa öllum keppendum ís að lokinni keppni ef hægt er og er það á kostnað Vestra. Gaman væri ef þessari hefð væri hægt að halda.