Handbækur

Hér koma smá upplýsingar sem gott er fyrir farastjóra að hafa þegar þeir fara í ferðir.

  • Í öllum ferðum er algjört nammibann.
  • Sundmenn fara eftir tilmælum farastjóra í öllu.
  • Allir eiga að vera í Vestrabúning (ef til er).

Tékklisti fyrir farastjóra:

  • Sjúkrakassi
  • Ýmis búnaður fyrir bakkamat t.d. plastkassar, ostaskerar, bretti og fl.
  • Samlokugrill.
  • Flísslár (ef um útimót er að ræða)

Ef um mót er að ræða þar sem matur er í boði þá þarf farastjórar aðeins að hugsa um það að þau hafi eitthvað að borða á bakkanum yfir daginn, þar er verið að tala um ávexti og græmneti yfirleitt er reynt að hafa samlokur, á flestum stöðum er hægt að fá að grilla þær eða fá að stinga okkar grilli í samband)

Ef um mót er að ræða þar sem ekki er boðið upp á mat þarf farastjórinn einnig að sjá um mat fyrir krakkana í hádeginu og á kvöldin, ásamt morgunmati. 

Tillaga að matseðli:

Morgunmatur

  • Cerios
  • Súrmjólk
  • Ávextir
  • Brauð
  • Hafragrautur

Hádegismatur         

  • Brauð og svoleiðis

Kvöldmatur

  • Hakk og spaghetti
  • Pasta

Farastjórar sjá til þess að börnin séu tilbúin þegar þau eiga að synda, fylgjast með að þau fari tímanlega að rásherbergi og að þau séu með allan búnað sem til þarf (sundhettur og sundgleraugu)

Á milli hluta í keppnum sem standa í nokkra daga er gott að láta krakkana hvíla, mjög gott er ef þau fást til að leggja sig á milli mótshluta ef hægt er.

Það þarf að sjá til þess að þau séu komin í rúmið snemma, sérstaklega þau sem eiga að mæta snemma næsta dag og sjá til þess að þau sem ekki eiga að mæta snemma trufli ekki hin.

Farstjórar sjá um að raða niður í herbergin og reyna að raða eftir þessu ef um fleiri en eitt herbergi er að ræða

Það er gömul hefð hjá Vestra að gefa öllum keppendum ís að lokinni keppni ef hægt er og er það á kostnað Vestra. Gaman væri ef þessari hefð væri hægt að halda.

BOÐORÐIN 10 AÐ VERA EÐA VERA EKKI

Höfundur: Rose Snyder, USA Swimming (www.usaswimming.org)
Þýðandi og staðfæring: Ragnar Friðbjarnarson

I. Þú skalt ekki yfirfæra þinn metnað yfir á barn þitt
Mundu að æfa sund er val barnsins þíns. Bætingar og framfarir eru einstaklingsbundnar. Þú skalt ekki bera saman árangur barnsins þíns við aðra eða ætlast til þess að barnið þitt geti gert betur að því að þú "veist það". Það góða við sund er að allir geta bætt sinn persónulega tíma og þannig notið þess að keppa í sundi.

II. Þú skalt ávallt styðja barn þitt sama hvernig gengur

Það er bara ein spurning sem þú skalt spyrja barn þitt eftir æfingu eða keppni - "Var ekki gaman?" Ef mót og æfingar eru ekki skemmtilegar skalt þú ekki neyða barn þitt á æfingu.


III.
Þú skalt ekki þjálfa barn þitt

Þú ert þátttakandi í íþrótt þar sem sérhæfðir sundþjálfar starfa. Ekki gera lítið úr starfi þjálfarans með því að þjálfa barn þitt aukalega. Þitt hlutverk er að sína ást og skilning. Þjálfarinn ber ábyrgð á tæknilegu hliðinni. Þú skalt ekki koma með tæknilegar eða keppnislegar tillögur. Aldrei skalt þú verðlauna árangur með peningum. Það dregur úr skilningi barnsins á árangri og veikir samband barns og þjálfara.

IV. Þú skalt einungis ræða jákvæð málefni á sundmótum

Þú skalt vera hvetjandi og ekki gagnrýna barn þitt né þjálfara. Þau vita hvenær mistök verða. Mundu að "Öskra á einhvern" er ekki það sama og að "hvetja áfram".

V. Þú skalt vita hvað barn þitt hræðist

Nýjar aðstæður eru alltaf hræðilegar. Það er eðlilegt að vera hræddur. Ekki öskra og gagnrýna ákvarðanir þjálfara á mótsstað eða æfingu. Segðu frekar við barn þitt að þjálfarinn hefði ekki skráð þig í þessa grein eða mót ef hann vissi ekki að þú gætir þetta. Mundu þitt hlutverk er að elska barn þitt og styðja það í því sem það er að gera í gegnum allan sundferilinn.

VI. Þú skalt ekki gangrýna dómara

Vinsamlegast gagnrýnið ekki þá sem eru að dæma mót eftir bestu getu sem sjálfboðaliðar. Ef þið hafið athugasemdir talið við þjálfarann.

VII. Virða skaltu sundþjálfara

Samband sundþjálfara og sundmanns er mjög sérstakt. Það er hluti af velgengi barnsins þíns. Ekki gagnrýna þjálfara eða lítillækka fyrir framan barn þitt. Talaðu við þjálfann undir fjögur augu ef þú hefur e-h við hann að segja.

VIII. Þú skalt ávalt styðja lið þitt

Það er ekki æskilegt að foreldrar séu að hvetja barn sitt til að skipta um lið. Vatnið er ekki alltaf blárra í hinni lauginni. Öll lið glíma við innri vandamál, líka lið sem framleiða meistara. Oft getur verið mjög erfitt að skipta um lið og oft gengur sundmönnum ekkert betur í nýja liðinu. Leita skal lausna innanfélags. Að skipta um lið er alltaf síðasti kosturinn.

IX. Barn þitt skal hafa önnur markmið en að vinna

Flestir sundmenn sem náð hafa langt hafa lært að einbeita sér að verkefninu en ekki útkomunni. Að gera sitt besta burt séð hvað útkoman er, er mikilvægara en að vinna. Einn ólympíufari sagði eitt sinn: "Markmiðið var að setja heimsmet. Ég gerði það en líka einn annar, bara aðeins betur en ég. Ég náði markmiði mínu en tapaði. Mistókst mér þá markmið mitt? Nei, ég er mjög stoltur af þessu sundi." Þetta er gott viðhorf að taka með sér á lífleiðinni.

X. Þú skalt ekki ætlast til þess að barn þitt verði Ólympíufari.

Það eru 44 sunddeildir með yfir 5000 iðkendum á Íslandi í dag. 2-9 komast á Ólympíuleika, fjórða hvert ár. Líkurnar á

því að þitt barn komist á Ólympíuleika eru minni 0.01%. Ef slíkt gerist skaltu muna að þitt hlutverk er að elska barn þitt og styðja.

Ferðareglur

Í öllum ferðum er algjört nammibann.

Sundmenn fara eftir tilmælum farastjóra í öllu.

Allir eiga að vera í Vestrabúning (ef til er).

Ávalt skal ganga vel um þá staði sem við gistum á hver og einn ber ábyrgð á því sem þau eru með og sér um að henda rusli.

Búnaður:

  • Svefnpoka og dýnur ( þegar við á).
  • Sundföt, sundgleraugu, sundhettur og handklæði.
  • Inniskó og bakkaföt (gott er að hafa eitthvað létt til að fara í á bakkanum á milli sunda).
  • Ef um mót í útilaug er að ræða,  þarf að passa að hafa hlý föt til að fara í á milli sunda.
  • Tannbursta, tannkrem og annað sem þarf til að halda sér hreinum.
  • Aukaföt.

Reyna skal að takmarka farangur eins og hægt er sérstaklega þeger verið er að fara með rútum og þörf er að fara með dýnur með sér.