Blak | 21.11.2011
Næsta verkefni hjá Skelli er ferð 3. flokks á fyrri hluta Íslandsmóts 2. og 3. flokks í blaki sem haldið verður í Mosfellsbæ helgina 26.-27. nóvember. Búið er að setja upp mótið og má skoða leikina á www.krakkablak.bli.is. Þar verður einnig hægt að fylgjast með úrslitum leikja jafnóðum. Líklega verður farið með flugi og verið er að ganga frá miðunum í dag, eftir það kemur endanlega í ljós hvað ferðin mun kosta. Gist verður í grunnskóla í Mosfellsbæ og matur mótsdagana er innifalinn í mótsgjöldum. Krakkarnir þurfa að taka með sér:
HSV-upphitunargallann Hnéhlífar Blakskóna Vatnsbrúsa Dýnu Sæng eða svefnpoka og kodda Lak Aukaföt
Upplýsingar um vasapeninga og nesti koma fljótlega. Þjálfari í ferðinni verður Auður Rafnsdóttir og fararstjóri Harpa Grímsdóttir (8430413)
Deila