Fréttir

Aðalfundur blakdeildar Vestra 2024

Blak | 11.03.2024

Aðalfundur Blakdeildar Vestra vegna starfsársins 2023, verður haldinn í Vallarhúsinu við Torfnesvöll mánudaginn 18. mars og hefst hann kl. 17:00.

Samkvæmt lögum deildarinnar er dagskrá eftirfarandi á hefðbundnum aðalfundi:

Fundarsetning.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður blakdeildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári.

Gert verður grein fyrir reikningum deildarinnar sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar og þeir bornir upp til samþykktar.

Reglugerðabreytingar.  Reikna má með að lögð verði fram tillaga um breytingar á reglugerð, sem snýr að fjölda stjóranrmanna.

Kosningar: a) Kosinn formaður deildar til eins árs. b) Kosið í meistaraflokksráð; oddviti til eins árs, einn aðalmaður til tveggja ára og einn varamaður til eins árs. c) Kosið í yngriflokkaráð; oddviti til eins árs, einn aðalmaður til tveggja ára og einn varamaður til eins árs.

Önnur mál.

Félagar og foreldrar eru hvattir til að fjölmenna.

Deila