Karlalið Vestra er komið í átta liða úrslit í Kjörísbikarnum og fær úrvalsdeildarliðið Þrótt R/Fylki í heimsókn í Torfnes laugardaginn 4.mars kl. 15:30. Þróttur R/Fylkir er sem stendur í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar en Vestri er í efsta sætinu í 1. deild. Þetta er í fyrsta sinn sem bikarleikur í blaki fer fram á Ísafirði. Þetta er því merkisatburður sem enginn íþróttaáhugamaður á svæðinu ætti að láta fram hjá sér fara.
Fyrir þá sem ekki komast í Torfnes verður bein útsending á Jakinn TV: http://www.jakinn.tv/live/ Við þökkum Körfuboltadeild Vestra kærlega fyrir aðstoðina með það.
Deila