Fréttir

Blak Ólympíuleikar

Blak | 03.03.2011  

Staðsetning : Torfnesi 6 mars kl. 12 - 15 .  Bæði úti og inni

 
Hafa þarf meðferðis :

Útifatnað: klæða sig eftir veðri til útiþrauta ( úlpa , húfa , vettlingar )

Innanhús íþróttaföt : góða skó, hlífar og  vatn 

Matur: Allir að koma með eitthvað smávegis  matarkyns á sameiginlegt hlaðborð sem verður í boði fyrir allan hópinn í matar/ hvíldar  pásum. Reynum að hafa hollustuna í fyrirrúmi, ávexti , grænmeti , kökur , smurt o.þ.h

 

Hvað verður gert :

Í boði verða blakæfingar og þrautir þar sem barn og foreldri keppa saman í tveggja manna liðum. Að sjálfsögðu getur einhver annar fullorðinn komið með barninu. Barnið tekur þátt í þrautunum og foreldrið fylgir sínu barni eftir og tekur þátt ,foreldrar geta skiptst á að taka þátt ef báðir mæta.

Blakarar úr meistarflokki Skells( konur og karlar ) verða á staðnum til aðstoðar við leikana og ef einhverjir foreldrar þurfa að fara áður en leikunum lýkur gætu þessir aðilar komið í staðinn.


Leikarnir hefjast utandyra kl: 12.00 og að þeim loknum færum við okkur inn ,salnum verður skipt upp í 3 stöðvar . Fólk er beðið um að mæta tímanlega til að hægt sé að halda áætlun. Krökkunum verður skipt upp eftir flokkum ( 7 flokkur , 6 flokkur , 5 flokkur , 4 flokkur ). Þrautirnar verða útfærðar þannig að þær henti öllum. T.d. geta yngstu krakkarnir notað sundbolta í stað blakbolta.

Allir þáttakendur fá verðlaun í lok leikana - sem þó verða óhefðbundin, ekki endilega neinn hlutur.

 

Vinsamlegast látið Jamie vita á æfingu hverjir mæta eða á netfangið: jme1607@gmail.com

 

Þrautir utandyra

Hjólbörukeppni  ( þar sem barnið er hjólbaran ), snjóboltastríð , snjókarlakeppni , o.f.l.

 

Þrautir innandyra

Halda boltanum á lofti með bagger á tíma,  fingurslag á tíma ,  Hávörn í vegg, smass o.f.l

                                                                                                        
         

                                                                                                                     Blakfélagið Skellur

                                                                                                                     Krakkablakráð

Deila