Fréttir

Blakferð á Snæfellsnes

Blak | 31.03.2009  

Farið verður frá Ísafirði föstudaginn 3. apríl kl. 13:00 ef keyra þarf alla leið, annars kl. 15:00 ef fært verður í Baldur.

Verð á barn er 6.000 kr , innifalið í því er:

Rútan, morgunmatur á laugardag og sunnudag, pizzuveisla á laugardag, hressing á föstudagskvöldið, gisting  (gist verður í skólanum).

 

6000 kr leggjast inn á banka:

0156-05-065049  kt: 471204-3230

Fyrir hádegi á fimmtudag. Muna að setja nafn barns í skýringar.

 

Það sem taka þarf með :

  • Hollt og gott nesti til að borða í rútunni/Baldri á leiðinni. Nestið þarf helst að duga sem kvöldmatur á föstudeginum. Leyft verður að kaupa pylsu eða samloku í Staðarskála eða Baldri á leiðinni til Ólafsvíkur, en ekki hamborgara eða þess háttar
  • Nesti til að hafa á laugardeginum í íþróttahúsinu
  • Sundföt, handklæði, vatnsbrúsa
  • Svörtu Skellu bolina. Útvegaðir verða bolir fyrir þá sem ekki eiga.
  • Blakfatnað
  • Svefnpoka
  • Hlý föt, klæða sig eftir veðri
  • Vasapening hámark 2500 kr
  • Það má hafa iPod með en ekki DVD ferðaspilara eða tölvur
  • Ef símar eru hafðir með þá verða þeir í vörslu þjálfara á laugardeginum

 

Sælgæti verður ekki leyft nema eftir mót á laugardegi. Snakk leyft í rútunni.

 

Áætluð dagskrá:

Föstudagur:

Komið að kvöldi, smá kvöldsnarl og svefn

Laugardagur:

Mót og samæfing í íþróttahúsinu Ólafsvík u.þ.b. kl. 10-16.

Sund eftir mót.

Pizzuveisla og kvöldvaka með krökkunum frá Ólafsvík.

Sunnudagur:

Baldur fer frá Stykkishólmi kl. 15. Ef fært verður yfir fjöllin er stefnt á hádegismat og sund á Stykkishólmi. Ef við þurfum að keyra alla leið verður stoppað til að borða í Staðarskála eða Hólmavík og hugsanlega boðið upp á sundferð í Hólmavík. Áætlað er að vera á Ísafirði um kvöldmatarleytið.

 

Þjálfarar sem fara með eru:

Harpa Grímsdóttir     s:  843-0413

Sólveig Pálsdóttir      s: 849-0108

Þorgerður Karlsdóttir s: 899-9562

 

                                                               Blakfélagið Skellur / Krakkablak

Deila