Fréttir

Blakkrakkar á seinni hluta Íslandsmóts í Kópavogi

Blak | 15.04.2010

Krakkar úr Skelli eru nú að búa sig undir seinni hluta Íslandsmótsins í blaki yngri flokka í Kópavogi. Þau fara suður með flugi á föstudaginn og koma heim síðdegis á sunnudag. Keppt verður á laugardegi og sunnudegi. Leikmenn sem fara á mótið eru 20 talsins og spila þau í fjórum liðum; þrjú lið í 5. flokki og eitt í 4. flokki.

A-lið Skells í 5. flokki er í öðru sæti á Íslandsmótinu eftir fyrri umferðina og eiga því möguleika á verðlaunum ef þeim gengur vel núna. Hin liðin sem tóku þátt síðast stóðu sig líka mjög vel og voru nálægt miðju. Fyrst og fremst verður gaman hjá okkur um helgina og við gerum okkar besta í leikjunum. Vonum bara að eldgos eða veður hafi ekki áhrif á ferðaplön!

Deila