Fréttir

Blakvertíðin á enda hjá krökkunum

Blak | 25.05.2009

Jæja - þá er blakið búið í vetur hjá krökkunum.  Slúttað var í strandblaki í blíðskaparveðri á Þingeyri á Uppstigningardag. Þar voru samankomnir krakkar frá Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri, um það bil 50 blakarar.  Haldið var fjörugt strandblakmót þar sem keppt var á mismunandi stigum í fjögurra manna liðum.  Krakkarnir skemmtu sér vel og eiga greinilega auðveldara með að hreyfa sig í sandinum en fullorðna fólkið og ekki verra að geta leikið sér í sandinum á milli leikja. Eftir mótið voru grillaðar pylsur á Víkingasvæðinu og skelltu flestir sér í sund í lokin. Við vonumst til að sjá alla hressa og káta næsta haust.  Það er líka tilvalið að grípa í blakbolta í sumar og strandblaksvæðið á Þingeyri er frábært útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna.
Fleiri myndir frá slúttinu eru komnar inn á myndasíðuna.

Deila