Fréttir

Ferð 3. flokks á Íslandsmót

Blak | 22.11.2011 Hérna eru frekari upplýsingar um ferðina næstu helgi:

Kostnaður á mann er kr. 9000 sem á að leggjast inn á reikning krakkablaksins:  0156-05-65049, kt. 471204-3230 í síðasta lagi á miðvikudag.

Þetta dekkar mótsgjöld, gistingu og mat á meðan á mótinu stendur og flugfarið. Ekki mögulega afþreyingu og mat á föstudagskvöldinu.

Foreldrar eru beðnir um að senda börnin með eitthvað sem hægt er að nota sem íþróttahúss-nasl til að deila með sér yfir mótsdagana. Þetta geta verið ávextir eða eitthvað bakkelsi. Einhverjir gætu t.d. komið með 4 epli, eða appelsínur eða banana sem ég mun skera niður fyrir þau, eða heimabakað muffins, skúffuköku eða skinkuhorn.

Okkur vantar líka a.m.k. einn bíl til að skutla af flugvelli og á flugvöllinn á sunnudeginum. Eiga ekki einhverjir afa/ömmur, frænkur/frænda eða systkin í Reykjavík sem gætu gert þetta? Harpa verður á bíl og líka Auður en það vantar einn til.

Þau eru 10 sem fara, 7 stelpur og 3 strákar sem koma úr 4. og 5. flokki. Þeir eru teknir með til að spila upp í liðinu, en það þýðir að þeir eiga að taka bolta númer 2 og koma honum á stelpurnar sem smassa yfir netið. Þau eru í fyrsta sinn að spila 6 manna blak og spilið gengur miklu betur þegar við fáum strákana til að hjálpa okkur í þessu hlutverki og þannig fá stelpurnar líka miklu meira út úr þessu.

Dagskráin er þá u.þ.b. svona:

Föstudagur 25. nóvember:
Mæting út á flugvöll á Ísafirði stundvíslega kl. 15:45
Lending í Reykjavík kl. 17:00
Keyrt í mat og bíó ef það verður ákveðið (vantar 1 bíl)
Keyrt upp í skóla í Mosfellsbæ eftir það. (selflutningur eða skutl frá vinum/ættingjum)

Laugardagur 26. nóvember:
Við eigum tvo leiki þennan dag: kl. 11:15 og 14:15.
Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður í skólanum
Við munum horfa á leiki hinna liðanna og vera á mótinu mest allan daginn
Reiknum með að komast í sund
Kvöldinu eytt í skólanum

Sunnudagur 27. nóvember:
Við eigum 3 leiki þennan dag, kl. 9:00, 9:45 og 12:45 og svo er líka umsjón kl. 10:30 - semsagt mjög stíft.
Morgunverður og hádegisverður í skólanum
Mæting í flug kl. 14:45, Best að leggja af stað kl. 14 frá íþróttahúsinu. (Vantar a.m.k. 1 bíl)
Lending á Ísafirði kl. 15:55

Taka með:
Svefnpoka
Kodda
Dýnu
Lak
HSV-upphitunargalla
Hnéhlífar
Skó
Sundföt
Handklæði
Aukaföt og snyrtidót
Vasapening 3000 ef það verður ákveðið


Svo þarf að ákveða hvort plan B sé að fá rútu og keyra ef ekki verður flogið á föstudaginn
Deila