Fréttir

Frábært yngriflokkamót á Akureyri

Blak | 28.11.2016
Lið Vestra og Stefnis á yngriflokkamóti á Akureyri
Lið Vestra og Stefnis á yngriflokkamóti á Akureyri
1 af 4

4.-6. flokkur hjá Vestra og Stefni tóku þátt í haustmóti Blaksambands Íslands sem haldið var á Akureyri um helgina. Alls fóru rúmlega 20 krakkar á mótið þar sem yfir 40 lið voru skráð. Vestri sendi lið í 4. flokki, 5. flokki og 6. flokki og Stefnir sendi lið í 5. flokki. Yngstu þátttakendurnir hjá Vestra eru í 1. bekk en þeir elstu í 8. bekk, og eru krakkarnir frá Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri. Farið var með rútu á mótið og gekk ferðin í alla staði vel og voru krakkarnir sjálfum sér og félaginu til sóma. 

Í 4. flokki keppti strákalið frá Vestra, en þar er ávallt hörð barátta við Þrótt frá Neskaupstað. Í liðinu okkar eru 5 strákar og ein stelpa og þau enduðu í 2. sæti á mótinu.

Í 5. flokki keppti blandað lið frá Vestra sem spilaði 3. stig í krakkablaki. Það er afbrigði af blaki þar sem eru þrjár snertingar hjá hvoru liði og bolti númer 2 er gripinn. Þetta er skemmtilegt stig, þróað til að kenna börnum alvöru blak. Krakkarnir stóðu sig mjög vel þótt ekki næðu þau verðlaunasæti að þessu sinni.

Í 6. flokki keppti blandað lið frá Vestra sem spilaði 2. stig í krakkablaki. Það er leikur þar sem boltinn er gripinn og honum kastað yfir netið, og síðan bætast við ýmiss "tvist". Vestrakrakkarnir stóðu sig mjög vel og þeyttust út um allan völl eftir boltanum. Í 6. flokki er ekki keppt um titil heldur fá allir þátttökuverðlaun.

Deila