Blak | 28.02.2011
Sunnudaginn 6. mars kl. 12-15 verða haldnir fyrstu blak-ólympíuleikarnir á Ísafirði. Þetta fer þannig fram að hvert barn hefur með sér foreldri/forráðamann (eða einhvern annan fullorðinn) og saman taka þau þátt í ýmsum þrautum. Þetta á bara að vera létt og skemmtilegt. Hver fjölskylda er beðin um að koma með eitthvað ætilegt til að deila með sér. Við mælum með því að hollustan sé í fyrirrúmi, t.d. væri hægt að koma með niðurskorna ávexti, brauðmeti eða kökur sem ekki eru mjög óhollar. Ekkert mótsgjald verður á leikana. Nánari upplýsingar verða settar inn undir tenglinum krakkablak hér til hliðar.
Deila