Blak | 22.06.2009
Á þriðja hundrað konur á öllum aldri tóku þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ sem haldið var í blíðskaparveðri á Ísafirði á laugardag. Það voru aðeins færri þátttakendur í ár en í fyrra. Elsti keppandinn sem skráði sig til leiks í ár er 92 ára gömul. Hægt er að skoða myndir frá hlaupinu á myndasíðu félagsins, en myndirnar voru teknar af Halldóri Sveinbjörnssyni hjá H-Prent (BB.is) og kunnum við honum bestu þakkir fyrir afnotin af myndunum.