Fréttir

Góður árangur Vestra á bikarmóti 2.-4. flokks

Blak | 05.02.2018
Bikarmeistarar Vestra í 2. flokki kvk
Bikarmeistarar Vestra í 2. flokki kvk
1 af 3

Vestri sendi þrjú lið á bikarmót 2.-4. flokks í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Einnig var skráð 3. flokks lið drengja sem sameinað var með Aftureldingu.

Það er skemmst frá því að segja að Vestra krakkarnir stóðu sig vel.

  • Vestri varð bikarmeistari í 2. flokki kvenna eftir sannfærandi sigur á Aftureldingu í úrslitaleik.
  • Hjá 2. flokki drengja enduðu Vestrastrákar í 4. sæti eftir tvo sigra og tvö töp.
  • Blandað lið frá Vestra keppti í 4. flokki drengja. Í 3. flokki drengja sameinuðu Vestri og Afturelding krafta sína. Bæði þessi lið komust í úrslitaleikinn, en hjá 3. og 4. flokki verða úrslitaleikirnir á sama tíma og bikarúrslit fullorðinna helgina 9.-11. mars. Það verður því frábært tækifæri fyrir þessa krakka til að spila alvöru úrslitaleik við flottar aðstæður.
Deila