Laugardaginn 3. desember var haldið jólamót hjá yngri flokkunum í Blakdeild Vestra. Mótið var innanfélagsmót og tóku tæplega 40 krakkar þátt.
Yngstu flokkarnir mættu fyrst og spiluðu krakkablak á fyrsta, öðru og þriðja stigi. Það var aðdáunarvert að sjá hvað þau voru dugleg og einbeitt í þessu. Allir fengu lítinn jólaglaðning í lokin.
3.-4. flokkur spilaði svo hefðbundið blak og var þar haldin einstaklingskeppni. Hún fór þannig fram að dregið var í ný lið eftir hvern leik. Spilað var á tíma í 10 mínútur hver leikur. Allir skrifuðu hjá sér stigin sem liðið þeirra fékk eftir hvern leik og lögðu saman í lokin. Þannig verður keppnin skemmtileg blanda af heppni og hæfileikum. Sóldís Björt Leifsdóttir var stigahæst stelpna og Birkir Eydal stigahæstur stráka.
Deila