Öldungamótið í blaki var haldið helgina 5.-7. maí í Garðabæ. Skellur sendi karla- og kvennalið á mótið sem bæði kepptu í 4. deild. Á mótinu spiluðu um 160 lið í 7 karladeildum og 15 kvennadeildum.
Karlalið Skells endaði í öðru sæti í sinni deild sem veitir rétt til að spila í 3. deild að ári. Liðið spilaði marga spennandi og skemmtilega leiki og reyndist Tihomir Paunovski þjálfari liðinu vel, enda fyrrum atvinnu-uppspilari.
Kvennaliði Skells gekk ekki eins vel og féll niður í 5. deild. Konurnar áttu þó marga góða spretti og unnu einn leik.
Öldungamótið er skemmtileg blanda af gamni og alvöru og er eitt af allra stærstu mótunum sem haldin eru á Íslandi.