Þorgerður Karlsdóttir mun áfram þjálfa yngri flokkana á Suðureyri.
Stefnt er að því að senda nokkur lið í 4. og 5. flokki til þátttöku á Íslandsmótið í blaki. Þetta var gert í fyrsta sinn í fyrra og tókst mjög vel til. Ferðirnar voru skemmtilegar og árangurinn góður. Blí hefur ákveðið hvar og hvenær mótin verða í ár:
Fyrra mótið verður haldið á Akureyri helgina 6.-7. nóvember
Seinna mótið verður haldið í Mosfellsbæ helgina 1.-3. apríl
Að sjálfsögðu verðum við einnig með innanfélagsmót og samæfingar öðru hvoru í vetur.
Deila