Fréttir

Krakkablak:

Blak | 23.09.2009 Á Ísafirði verður boðið upp á æfingar fyrir 1.-9. bekk, en 1.-4. bekkur kemur nýr inn. Fyrir byrjendur verða engin æfingagjöld í september og eru allir hvattir til að mæta og kynna sér íþróttina. Reynslan hefur sýnt að blak getur bæði hentað þeim sem hafa gaman að mörgum íþróttum og þeim sem ekki hafa fundið sig í boltaíþróttum áður.  Þjálfari verður Jamie Landry, en henni til aðstoðar fyrir yngri aldurshópana til að byrja með verða Harpa Grímsdóttir og Sólveig Pálsdóttir.

Á Suðureyri verður í vetur boðið upp á æfingar fyrir 2 - 10 bekk , æfingar verða tvisvar í viku og fer það eftir fjölda iðkenda hvernig flokkaskiptingin verður.
 

Þorgerður Karlsdóttir mun áfram þjálfa yngri flokkana á Suðureyri.



Stefnt er að því að senda nokkur lið í 4. og 5. flokki til þátttöku á Íslandsmótið í blaki. Þetta var gert í fyrsta sinn í fyrra og tókst mjög vel til. Ferðirnar voru skemmtilegar og árangurinn góður.  Blí hefur ákveðið hvar og hvenær mótin verða í ár:

 

Fyrra mótið verður haldið á Akureyri helgina 6.-7. nóvember

Seinna mótið verður haldið í Mosfellsbæ helgina 1.-3. apríl

 

Að sjálfsögðu verðum við einnig með innanfélagsmót og samæfingar öðru hvoru í vetur.

Deila