Á Ísafirði verður síðasti krakkablakstíminn fyrir jól, mánudaginn 14.desember.
Á Suðureyri verður síðasti tíminn fyrir jól, fimmtudaginn 10.desember
Í síðasta tíma fyrir jól mæta krakkarnir með jólasveinahúfur og þjálfararnir bjóða upp á hressingu og jólatónlist í bland við lauflétta og skemmtilega hreyfingu.
Æfingar hefjast svo af fullum krafti á nýju ári, í krakkablakinu á Ísafirði mánudaginn 4.janúar og á Suðureyri fimmtudaginn 7.janúar.