Blak | 25.01.2011
Kvennalið frá Skelli tók þátt í trimmmóti HK um helgina. Liðið sem fór var blanda af nýrri og reyndari leikmönnum. Smá tíma tók fyrir liðið að spila sig saman en í síðan komu mjög góðir kaflar. Skellur fékk 3 stig og endaði í 5. og næstsíðasta sæti 2. deildar, en keppt var í fjórum kvennadeildum á mótinu. Síðasta hrinan á mótinu tapaðist með einu stigi eftir mikla baráttu í báðum liðum. Eins og venjulega var óhemju gaman að spila og einhverjar harðsperrur létu á sér kræla á eftir.
Myndir frá Carrie hafa verið settar í myndaalbúm.
Næsta verkefni kvennaliðsins er mót í 3. deild helgina 19.-20. febrúar. Gaman er að rifja upp að Skellur er í 1. sæti í sínum riðli eftir fyrstu umferð 3. deildar sem haldin var á Ísafirði í október.
Deila