Fréttir

Leikmenn úr Vestra í yngstu blaklandsliðunum

Blak | 29.11.2016
Katla Vigdís Vernharðsdóttir
Katla Vigdís Vernharðsdóttir
1 af 2

Blaksamband Íslands sendir stelpna- og drengjalandslið á Evrópumót í Danmörku sem haldið verður dagana 19.-21. desember. Hjá stelpunum er um að ræða landslið þar sem elstu stelpurnar eru fæddar 2002 og hjá strákunum eru þeir elstu fæddir árið 2001. Þetta er í fyrsta skiptið sem Ísland er með í verkefnum fyrir svo ung blaklandslið.

Búið er að velja lokahópinn hjá strákunum og eru þeir Hafsteinn Már Sigurðsson og Gísli Steinn Njálsson frá Vestra í hópnum. Hjá stelpunum er búið að velja 15 manna hóp og er Katla Vigdís Vernharðsdóttir í honum. Sá hópur verður skorinn niður í 12 eftir æfingar í Reykjavík um næstu helgi. 

Þau Hafsteinn, Gísli og Katla bætast því í sístækkandi hóp leikmanna Vestra sem valin hafa verið í unglingalandslið og við óskum þeim til hamingju með það. Það má því með sanni segja að Ísafjarðarbær sé búinn að stimpla sig inn sem blakbær.

 

Deila