Daniele Capriotti og Lorenzo Ciancio héldu æfingabúðir í blaki á Ísafirði dagana 12.-14. maí. Daniele er þjálfari kvennalandsliðs Íslands og Lorenzo er þjálfari U16 ára landsliðs stelpna. Þeir eru báðir frá Ítalíu. Heimsókn þeirra er hluti af verkefni Blaksambandsins fyrir ungar og efnilegar blakstelpur um allt land. En tækifærið var notað og settar voru upp æfingar fyrir alla blakara á svæðinu bæði stelpur og stráka frá hinum yngstu til þeirra elstu.
Mikil ánægja var með æfingarnar og augljóst að hér eru miklir fagmenn á ferð. Ekki amalegt að hafa þjálfarateymi á æfingum sem samanstendur af Daniele, Lorenzo og Tihomir, sem var ráðinn þjálfari Skells í lok janúar. Hvaða blaklið sem er í heiminum væri fullsæmt af þessum þjálfarahópi og mikill heiður að hafa þetta fólk hér hjá okkur í Ísafjarðarbæ.
Deila