Fréttir

Öruggur útisigur Vestra á Fylki í 1. deild karla

Blak | 01.12.2017

Vestri sigraði Fylki 3-0 í útileik núna í kvöld, 1. des. Vestramenn komu ákveðnir til leiks og sigurinn var sannfærandi. Hinn nýi leikmaður Vestra, Mateusz Klóska, átti góðan leik og ljóst er að Vestramenn voru heppnir að fá þennan pólska Bolvíking til liðs við sig. Kjartan Óli Kristinsson var einnig sterkur og í rauninni áttu allir leikmenn fínan leik. Vestri spilar gegn HK í fyrramálið.

Deila