Fréttir

Páskamót í blaki á Suðureyri

Blak | 01.04.2009

Ákveðið hefur verið að halda lauflétt páskamót í blaki í íþróttahúsinu á Suðureyri föstudaginn langa kl 10.30 og mun standa fram eftir degi.
Keppt verður í blönduðum liðum til að gera leikina sem skemmtilegasta og í anda jafnréttisreglunnar. Áætlað er að hver leikur verði 2 lotur spilaðar upp í 21 stig. Skráning fer fram hjá Þorgerði Karlsdóttur í s: 899-9562 eða með tölvupósti dolla@snerpa.is

Þátttökugjald pr haus er kr. 500. Innifalið er aðgangur að sundlaug Suðureyrar í mótslok. Óvænt verðlaun afhent í lok mótsins.

Allir áhugamenn um blak á Suðureyri og nærliggjandi stöðum eru  velkomnir á þetta skemmtilega páskamót í blaki. Hristum af okkur slenið og drífum okkur á völlinn.
Skráðu þig núna :)

                                   Súgfirskar blakáhugakonur og menn

                 

Deila