Blak | 26.03.2011
Kvennalið Skells lenti í 3. sæti í 3. deild kvenna. Skellur hafði unnið alla sína leiki í deildinni í vetur, en fyrirkomulagið var þannig að í lokin var spilað til undanúrslita og svo til úrslita. Í undanúrslitaleiknum biluðu taugarnar örlítið og Skellur tapaði honum og spilaði þess vegna um 3. sætið. Sá leikur vannst í skemmtilegum baráttuleik við Víking Reyni og því fór bronsið til Skells. Það var pínu sárt að lenda ekki ofar því Skellur hefur unnið 16 af 17 leikjum í deildinni í vetur, en það þurfti víst að vinna réttu leikina. En brons er fallegt líka og þetta er besti árangur Skells á Íslandsmótinu í blaki.
Þjálfari Skells, Jamie Landry var síðan valin besti leikmaður 3. deildar, enda hefur hún spilað feikilega vel í vetur bæði í sókn og vörn. Góður endir á góðu tímabili hjá þjálfaranum, en hún er of ung til að spila með á öldungamótinu sem verður í Vestmannaeyjum í maí og er næsta stóra verkefnið hjá Skelli
Deila