Þá er komið að því að enda blakvertíðina hjá krökkunum. Slúttið fer fram á Þingeyri á Uppstigningardag, fimmtudaginn 21. maí. Farið verður á einkabílum og lagt af stað frá íþróttahúsinu Torfnesi klukkan 10. Dagskráin verður eftirfarandi:
11-12:30 Strandblakmót hjá krökkunum
12-13 Grillaðar pylsur á Víkingasvæðinu
13-14 Sund fyrir þá sem vilja
Allir þurfa að klæða sig vel. Ef veður verður mjög slæmt verður hægt að komast inn í hús. Kostnaður er kr. 500 á barn og þá fullorðna sem vilja vera með í pylsunum.
Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að láta þjálfara vita hvort þeir ætla með og hvort þeir ætla á bíl. Þetta verður tilvalin fjölskylduskemmtun.
Mikilvægt er að greiða æfingagjöldin fyrir slúttið, en þau eru kr. 10.000 fyrir alla önnina og eiga að leggjast inn á:
0156-05-65049. kt: 471204-3230.
Vinsamlegast takið fram nafn barns og sendið kvittun í tölvupósti á netfangið dolla@snerpa.is
Vorkveðjur frá þjálfurum
Harpa: s. 843-0413 harpa@vedur.is
Sólveig: s. 849-0108
Deila