Blak | 01.09.2009
Við verðum með blak í boði fyrir tvo hópa: 4. og 5. bekk og svo 6.-8. bekk (strákar og stelpur). Tímarnir gætu litið einhvernveginn svona út: 4.-5. bekkur: Torfnesi á mánudögum kl. 15:40-16:40 Austurvegi á fimmtudögum kl. 13:50-14:14 6.-8. bekkur: Torfnesi á mánudögum kl. 15:40-16:40 Torfnesi á miðvikudögum kl. 17:00 Athugið að þessir tímar eru ekki staðfestir þar sem þeir eiga eftir að fara fyrir húsafriðunarnefnd. Á mánudögum er stefnan að vera með 2/3 af salnum í Torfnesi, báða hópana í einu og tvo þjálfara. Þjálfarar fyrir 4.-5. bekk verða Sólveig Pálsdóttir og Harpa Grímsdóttir, eins og í fyrra. Þjálfarar fyrir 6.-8. bekk verður Kolbrún Björg Jónsdóttir og Harpa Grímsdóttir Allir eru velkomnir á æfingar hvort sem þeir hafa spilað blak áður eða ekki. September verður kynningarmánuður án æfingagjalda. Deila