Krakkarnir í blakinu eru búnir að vera mjög duglegir í vetur og öllum hefur farið mikið fram.
Við viljum kanna möguleika og áhuga á því að fara með blak-krakkana í helgarferð á Snæfellsnes til að heimsækja liðin þar, en á Snæfellsnesi er mjög öflugt krakkablakstarf. Við viljum gjarnan heyra frá ykkur foreldrum varðandi þessa hugmynd. Til þess að ræða þetta og mögulegar dagsetningar er boðað til foreldrafundar í íþróttahúsinu á Torfnesi miðvikudaginn 4. mars kl. 18:00.
Fyrir fundinn, eða klukkan 17:00 viljum við og krakkarnir bjóða ykkur á æfingu með okkur. Krakkarnir munu skora á foreldrana í krakkablakleik. Þá fáið þið að sjá hvað þau hafa lært í vetur og ykkur gefst tækifæri til að prófa þennan skemmtilega leik.
Vil viljum svo minna á æfingagjaldin, en þið getið nálgast upplýsingar um þau með því að smella hér
Blakkveðjur frá þjálfurum
p.s. þið megið gjarnan hringja eða senda tölvupóst til að ræða ferðahugmyndir
Harpa: s. 843 0413 harpa@vedur.is
Sólveig: s.849 0108
Deila