Blak | 09.09.2012
Það verður mikið um að vera hjá Blakfélaginu Skelli á þessari haustönn. Dagana 27.-28. Október verður haldið mót á Ísafirði sem er hluti af Íslandsmótinu í 3. deild karla og kvenna. Bæði karla og kvennalið Skells munu taka þátt í mótinu, en karlalið Skells er nú í fyrsta sinn skráð til þátttöku í Íslandsmótinu. Kvennalið Skells endaði í 4. sæti í 3. deildinni í fyrra, en nú er spilað í sex deildum á Íslandsmótinu í blaki kvenna. Bæði meistaraflokksliðin virðast vera að fá til sín nýja og sterka leikmenn þannig að það verður gaman að fylgjast með árangrinum í vetur.
Einnig verður haldið mót á Ísafirði dagana 23.-25. Nóvember sem er hluti af Íslandsmótinu hjá 4. flokki, en það eru krakkar sem fædd eru 1999 og 2000. Þetta er í fyrsta sinn sem mót í mótaröð yngri flokka fæst hingað til Ísafjarðar, sem sýnir að Ísafjarðarbær er að festa sig í sessi sem blakbær. Fjórði flokkur Skells fer einnig á mót í Mosfellsbæ í lok september og 3. og 5. flokkur fara á mót í Mosfellsbæ um miðjan nóvember.
Byrjendur eru boðnir sérstaklega velkomnir á æfingar í vetur og á það við um bæði fullorðna byrjendur og krakka/unglinga. Fyrstu drög að tímatöflum má finna hér til hliðar. Deila