Meistaraflokkur kvenna keppir nú á lokamótinu í 3. deild Íslandsmótsins í blaki. Liðið hefur náð einstaklega góðum árangri í vetur og er enn taplaust í 3. deild. Það hjálpar þó lítið fyrir þetta lokamót þar sem stigin flytjast ekki áfram. Keppt verður í tveimur riðlum og munu efstu tvö liðin úr hvorum riðli spila í kross til undanúrslita og síðan verður úrslitaleikur um 1. sætið í 3. deild. Efsta liðið tryggir sér sæti í annarri deild á næsta tímabili.
Skellsliðið er í feiknaformi um þessar mundir og mun gera allt til að fylgja eftir góðum árangri í vetur. Þó mun vanta einn sterkan leikmann sem hefur verið drjúgur á mótum vetrarins, þar sem Sara kemst ekki með á mótið. Á móti kemur að breiddin í liðinu er það góð að þetta ætti ekki að koma að sök.
Áfram Skellur!