Námskeiðið tókst mjög vel upp. Um þriggja tíma fyrirlestur var haldinn með hléum og farið var yfir helstu reglur og túlkun á þeim. Síðan var farið í Íþróttahúsið á Torfnesi þar sem fram fór verkleg kennsla og allir þátttakendur fengu að spreyta sig í dómarastólnum.
Sævar Már Guðmundsson, landsdómari í blaki hélt námskeiðið og lauk því með prófi.
Útskrifaðir héraðsdómarar hjá BLÍ þann 17. september 2009 voru:
Arnar Guðmundsson
Ásdís Birna Pálsdóttir
Harpa Grímsdóttir
Jón Kr. Helgason
Kristinn Mar Einarsson
Sigurður Hreinsson
Þessir dómarar eiga nú m.a. kost á að dæma í 3.deild kvenna í vetur.