Vestfjarðamótið í krakkablaki og blaki fullorðinna verður haldið laugardaginn 10.október í Íþróttahúsinu á Torfnesi og hefst kl.10. Keppendur frá Ísafirði, Suðureyri, Þingeyri, Patreksfirði og Tálknafirði eru skráðir til leiks. Krakkablakið verður með veitingasölu á staðnum meðan á mótinu stendur en þau eru að safna fyrir ferð á Íslandsmótið í Neskaupstað 7.-8. nóvember. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að styrkja krakkana. Athugið að aðeins er hægt að greiða með peningum enginn posi verður á staðnum. Áhorfendur eru velkomnir :)
Frekari upplýsingar til keppenda í krakkablakinu er að finna undir http://hsv.is/skellur/krakkablak/tilkynningar/Frekari upplýsingar til keppenda í fullorðinsblaki hafa verið sendar til þeirra í tölvupósti