Fréttir

Fyrstu viku lokið - Flottur árangur hjá spekingunum

Getraunir | 07.10.2020

þá er fyrstu viku lokið í getraunaleiknum.  Fínn árangur náðist en Hampiðjumenn náðu 12 réttum sem skiluðu þeim kr. 26.500 í vinning, vel gert Hampiðjumenn.  Þessi árangur skilar þeim einum í efsta sæti leiksins.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði einnig 12 réttum en töluvert meira af 11 og 10 réttum og endaði heildarvinningur í kr. 72.500.  Miðinn kostaði reyndar kr. 67.000 þannig að hluthafar fá framla sitt til baka rétt rúmlega. Reyndar mátti litlu muna að við næðum 13 réttum því spekingar voru með alla leiki rétti, kerfið hélt bara ekki, þvi miður.  Þess má geta að 13 réttir skiluðu rúmri 1.000.000 kr. um liðna helgi.

Næsti seðill er ekki úr ensku deildinni, landsleikjafrí.  Landsleikir á seðlinum ásamt leikjum úr sænsku deildinni, næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 11 - 13 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 

Deila