Getraunaleikur Vestra hefst að nýju á laugardaginn kemur. Byrjum á 13 vikna haustleik þar sem 11 bestu vikurnar telja.
Stóri potturinn verður á sínum stað. Hvetjum alla til að taka þátt í getraunastarfinu hvort sem er í leiknum og eins í stóra pottinum.
Eftir sem áður fær Vestri góð sölulaun af hverri seldri röð auk þess sem fátt er betra á laugardagsmorni en að hittast í skúrnum og spá í komandi leiki í ensku deildinni.
Næsta seðil má finna hér.
Nefndin verður i Skúrnum á laugardag frá 10-12 að taka við röðum og svara spurningum áhugasamra.
Raðir og fyrirspurning sendist á getraunir@vestri.is
Deila