Fyrstu viku haustleiks lokið og náðu nokkrir 10 réttum. Staðan í leiknum hér.
10 réttir skiluðu kr. 410 í vinning þannig að ekki var uppskeran mikil þessa vikuna.
Stóri potturinn náði 11 réttum og 13 röðum af 10 réttum og varð heildarvinningsfé kr. 6.860. Náðum ekki upp í kostnað en það styttist í stóra vinninginn.
Enn er opið fyrir nýja tippara í leiknum, 12 bestu vikurnar af 15 telja þannig að endilega hvetja menn til að vera með.
Alltaf pláss í stóra pottinum, öll framlög vel þegin þar, eins og áður segir, styttist í þann stóra.
Seðill þessarar viku flókinn venju samkvæmt en hann má finna hér.
Minnum tippara á að skila röðum inn snemma, auðveldar nefndinni alla vinnu.
Verðum í skúrnum á laugardag á milli 11:00 - 13.00.
Dóri verður með þessa leiki í beinni:
11.00 Sheffield United - Liverpool
13.30 Tottenham - Sothampton
16.00 Everton - Manchester City
Nefndin
Deila