Fréttir

Staðan eftir 14 vikur, ein vika eftir

Getraunir | 21.12.2019

Leikar að æsast á toppnum.  Team Hampiðjan og Tem HG jöfn í öðru sæti.  Ein umferð eftir og spennandi að sjá hverjir ná öðru sætinu.  Skúrinn búnir að tryggja sér efsta sætið

Hampiðjumenn náðu besta árangri umferðarinnar, náðu 11 réttum sem skilar um 4.000 í vinning.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.  Búið að draga þrjár raðir frá.

Stóri pottur náði hins vegar ekki nema 9 réttum, gengið frekar illa þar hjá okkur undanfarið.   Erum að undirbúa okkur fyrir stóra vinninginn.

Næsti seðill erfiður venju samkvæmt, óvenju margir úr efstu deild eða  9, rest úr þeirri næstu   Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 Þessir leikir verða í beinni útsendingu í Skúrnum:

 

15.00   Newcastle  - Everton

17.30   Norwich  - Tottenham

19.45   Burnley -  Manchester United

Deila