Fréttir

Staðan eftir 2 vikur - Hampiðjumenn á toppnum

Getraunir | 14.10.2020

Heldur gekk tippurum illa um liðna helgi,  fjórar ellefur litu dagsins ljós og skiluðu litlu í vinning, eitthvað betra en ekkert.  Hampiðjumenn komnir á toppinn í haustleiknum, strax komnir með tveggja stiga forskot á næstu lið.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði 12 réttum en fyrir það fengust ekki nema kr. 11.660 þannig að ekki fengum við fyrir miðanum, fengum eitthvað upp í kostnað, gegnur betur næst.

Næsti seðill er úr enska boltanum, ágætt að vera laus við þessa landsleiki.  3 leikir úr efstu deild og einir 10 úr þeirri næstu.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 11 - 13 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

 

11:30  Everton  -  Liverpool

14:00  Chelsea  -  Southampton

16:30  Manchester City  -  Arsenal

19:00  Newcastele  -  Manchester United

 
Deila