Árangur liðinnar helgar hjá tippurum var með ágætum. Team Fjarðarnet náði 12 réttum sem skiluðu kr. 38.000 í vinning, vel gert. Nokkrir getspakir náður 11 réttum og einnig skiluðu 10 réttir kr. 410. Heildarvinningsfé í leiknum þessa vikuna var kr. 53.000 sem var nokkurn veginn það sama og tippað var fyrir í leiknum.
Stöðuna í leiknum má finna hér.
Sérfræðingar stóra pottsin stóðu ekki undir nafni, náðu ekki nema 9 röðum af 10 réttum, vinningsfé kr. 3.690. Gengur betur næst, styttist í þann stóra.
Næsti seðill snúinn, leikur úr sænska boltanum meðal annars. Seðill finnst hér.
Verðum í skúrnum á laugardag á milli 11 og 13 að taka við röðum. Enn er ekki of seint að taka þátt í leiknum og alltaf pláss fyrir nýja í stóra pottinum.
Minnum tippara á að skila seðlum tímanlega til að auðvelda nefndinni störfin.
Dóri verður með þessa leiki í beinni:
11.30 Fulham - Charlton
11.30 Brighton - Tottenham
14.00 Liverpool - Leicester
16.30 West Ham - Crystal Palace
Áfram Vestri
Deila