Fréttir

Staðan eftir 3 vikur og næsti seðill. Stóri pottur skilar 13 réttum

Getraunir | 08.10.2019

Sérfræðingar Vestra náðum þeim glæsilega árangri um liðna helgi að ná 13 réttum í stóra pottinum.  Vinningsfjárhæðin varð kr. 420.000 á seðil sem kostaði um 43.000.  Hluthafar í pottinum tífölduðu þannig framlag sitt.  Loksins kom sá stóri og stutt í að við gerum enn betur.  Allir geta verið með í pottinum og áhugasamir sendi póst á getraunir@vestri.is.

Fallegi smiðuinn sem spilar fyrir Team Skúrinn stóð sig manna best um liðna helgi í leiknum og náði 12 réttum sem skiluðu honum kr. 18.520 í vinningsfé.  Nokkrir náðu 11 réttum en stöðuna eftir 3 umferðir má sjá hér.

Ný lið geta enn hafið leik því 12 bestu vikurnar telja og jú 15 vikur eftir af leiknum.

Nú er landsleikjahlé og næsti seðill ber þessi merki, eintómir landsleikir, sjá hér.

Nefndin verður í skúrnum á laugardag að taka við röðum og nýjum félögum í stóra pottinum frá 11.00 - 13.00.

Dóri verður með amk. þessa leiki í beinni í Skúrnum:

12.50   Georgía - Írland

15.50   Danmörg - Sviss

 

Glæstur árangur tippsérfræðinga okkar vakti athygli annara fréttamiðla, sjá frétt hér á BB.is

http://www.bb.is/2019/10/getraunaleikur-vestra-fer-vel-af-stad/

 

Áfram Vestri

 

Deila