Fremur slakur árangur hjá tippurum þessa vikuna. Nokkur lið náður 11 réttum sem skiluðu smá vinningi. Sammi stóð sig þannig manna best, með 3 X 11 rétta sem skilaði kr. 1.140 í vinning.
Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.
Stóri pottur skilaði 11 réttum að þessu sinni, getum ekki alltaf fengið 13, gengur betur næst.
Næsti seðill flókinn venju samkvæmt. Margir leikir úr B deildinni og einn úr þerri sænsku. Næsta seðil má finna hér.
Nefndin verður í skúrnum á laugardaginn frá 11 - 13 að taka við röðum, minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Þessir leikir verða í beinni útsedingu í skúrnum:
11.30 Manchester City - Aston Villa
12.55 Sheffield Wednesday - Leeds
16.30 Burnley - Chelsea
Áfram Vestri
Deila